Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: 4 íslenskir kylfingar keppa á Pärnu Bay mótinu

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, GR;  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR;  Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG hófu í dag keppni á Pärnu Bay Golf Links Challenge mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Keppt er á Pärnu Bay Golf Links, í Tahkuranna,  Eistlandi.

Eftir 1. hring er árangur íslensku keppendanna í mótinu eftirfarandi: 

Guðmundur Ágúst og Haraldur léku á 1 undir pari, 71 höggi

Andri Þór lék á 2 yfir pari, 74 höggum.

Ólafur Björn lék á 3 yfir pari, 75 höggum.

Hægt fylgjast með gengi strákanna okkar í Eistlandi á skortöflu með því að SMELLA HÉR: