Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2018 | 10:00

Golfað þrátt f. gos á Hawaii

Allt frá 3. maí 2018 hafa íbúar Hawaii verið að ströggla við öskufall frá Kilauea eldfjallinu.

En það kom ekki í veg fyrir að hópur kylfinga tók nokkrar holur í miðju gosinu.

Ljósmyndari Reuters, Mario Tama náði glæsilegum myndum af 2 kylfingum að spila golf í Hawaii Volcanoes National Park með risamökkinn frá Kilauea eldfjallinu á bakvið þá.

Volcano Golf & Country Club er með frábæran 18 holu golfvöll, sem byggður var 1921 – hann rétt slapp við eyðileggingu frá gosinu.

Hins vegar er óvíst hversu miklar skemmdir Kilauea mun hafa valdið á fallegum golfvöllum Hawaii, þar til gosinu lýkur.