Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 23:59

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst náði niðurskurði – Er T-10 e. 2. dag

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, hófu keppni í gær á  Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu, .

Leikið er á Fjällbacka Golfklubb vellinum og er mótið hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni.

Guðmundur Ágúst var sá eini af íslensku keppendunum, sem komst í gegnum niðurskurð.

Hann hefir spilað á samtals 4 undir pari, 138 höggum (67 71) og er T-10 eftir 2. dag.

Haraldur Franklín lék samtals á 2 yfir pari (71 73) og munaði 1 ergilegu höggi að hann næði niðurskurði, sem miðaður var við 1 yfir pari eða betra.

Andri Þór Björnsson, bætti sig um 4 högg milli hringja lék á samtals 4 yfir pari, (75 71) og komst heldur ekki í gegnum nðurskurð.

Guðmundur Ágúst er því einn þremenninganna, sem spilar lokahringinn á morgun á Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu.

Til þess að sjá stöðuna á Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka Open mótinu SMELLIÐ HÉR: