Berglind Björnsdóttir, GR and UNCG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2018 | 20:00

Berglind T-25 á Írlandi e. 2. dag

Berglind Björnsdóttir, GR, tekur þátt í Irish Women’s Open Stroke Play Championship, sem stendur dagana 11.-13. maí 2018.

Mótið fer fram í Co. Louth golfklúbbnum á Írlandi, sem er par-74.

Eftir 2 keppnisdaga er Berglind í 25. sætinu, búin að spila á samtals 14 yfir pari, 162 höggum (81 81).

Berglind er búin að spila báða hringina 7 yfir pari, í dag fékk hún 1 fugl, 6 skolla og 1 skramba.

Til þess að sjá stöðuna á Irish Women’s Open Stroke Play Championship SMELLIÐ HÉR: