Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2018 | 18:00

Þórdís Geirs fór holu í höggi!

Þórdís Geirsdóttir í Golfklúbbnum Keili er stödd á Spáni, nánar tiltekið í Alicante, í góðra golffélaga hópi.

Þann 10. maí sl. fór hún holu í höggi!!!

Ásinn kom á par-3 14. holu Levante vallarins í Meliá Villaitana – Sjá má glæsilegan völlinn holu fyrir holu með því að SMELLA HÉR: 

Levante völlurinn er par-72, 6576 metra og 14. holan er 85 m af rauðum og 102 m af gulum.

Golf 1 óskar Þórdísi innilega til hamingju með draumahöggið!!!

Í aðalfréttaglugga: Þórdís Geirs, GK.