Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2018 | 11:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur úr leik

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í gær keppni á Rocco Forte Open, sem er hluti Evrópumótaraðarinnar.

Mótið fer fram dagana 10.-13. maí 2018 í Agrigento á Sikiley.

Birgir Leifur lék á 72 höggum í gær og 76 höggum í dag eða samtals á 6 yfir pari, 148 höggum.

Þó margir eigi eftir að ljúka 2. hring á Rocco Forte er ljóst að Birgir Leifur nær ekki niðurskurði, en hann er sem stendur í 126. sæti og niðurskurður miðaður við 1 yfir pari eða betra.

Fylgjast má með gangi mála á Rocco Forte með því að SMELLA HÉR: