PGA: Tiger, Mickelson og Fowler saman í ráshóp á Players
The Players, oft nefnt 5. risamót karlagolfsins, hefst á morgun.
Einn ráshópur öðrum fremur vekur sérstaka athygli en það er ráshópur Tiger Woods, Phil Mickelson og Rickie Fowler.
Á blaðamannafundi tók Tiger þátt í skemmtilegri orðræðu þar sem stjörnurnar gömlu, hann og Phil voru að munnhöggvast öðrum til skemmtunar.
„Ég veit ekki, en ég held að hann vilji keppa við mig,“ sagði Phil m.a.
„Hversu oft höfum við sigrað á túrnum?“ svaraði Tiger kerskni Phil, en Tiger hefir sigrað 79 sinnum meðan að Phil hefir „aðeins“ unnið 43 sinnum.
Og einn lukkunar pamfíll fær að spila með þeim … Rickie Fowler.
Það er sjaldan sem Rickie, einn af vinsælustu kylfingum á túrnum, hefir verið 3. hjól, en hinn 29 ára frábæri kylfingur (Rickie) virðist líkt og aðrir spenntir fyrir að sjá gömlu kempurnar keppa.
„Ég er með besta sætið í bænum,“ sagði Fowler m.a. „Þetta verður skemmtilegt … og ég veit að það verður allt vitlaust þarna úti.“
Mickelson sigraði nú nýlega í Mexíkó, en hvorugur þeirra hafði fram að því sigrað frá árinu 2013. Mickelson varð líka T-5 á Wells Fargo og Tiger hefir tvívegis verið meðal efstu 5 í Flórída í mars.
Golfið þeirra ætti líka að vera rafmagnað
„Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég veit að við löðum það besta fram í hvor öðrum,“ sagði Mickelson. „Við höfum verið að spila vel undanfarið og ég vona að við eigum frábæra viku. Ég hugsa að allir hér vilji sjá okkur spila vel.“
Tiger og Phil hafa svo sem áður verið með golfsýningar.
Einvígi þeirra á Doral 2015 var golf eins og það gerist best. Eftirminnilegt er þegar Tiger setti niður 10 m pútt á 17. holunni og fór við það 24 undir parið, sem gerði gæfumuninn, en samt ekki fyrr en chip Phil á lokaholunni bara vildi ekki ofan í og niðurstaðan 1 höggs munur milli þeirra í móti sem Tiger sigraði í … eins og svo oft áður.
Á Masters 2009 hafði Mickelson hins vegar betur gegn Tiger, með 30 á fyrri 9, sem þáverandi kaddý Tiger, Steve Williams sagði síðar að hefði verið besta golf sem hann hefði nokkru sinni séð, þrátt fyrir að hafa verið á pokanum hjá Tiger í 13 af 14 risamótssigrum hans.
Phil er sér mjög meðvitaður um hvor þeirra var betri snemma í kringum 2000.
„Ég hugsa að ekki neinn, sem ekki var þarna til þess að verða vitni að þessu og ekki nokkur fyrr eða síðar muni nokkru sinni sjá þetta stig af golfi aftur (eins og þegar Tiger var upp á sitt besta),“ sagði Phil „Þetta var það besta golf í sögu golfsins og ég hugsa að það sé ekki hægt að endurtaka það. Og það var virkilega leiðinlegt að þurfa að spila á móti honum. Það var það virkilega.“
„Maður leit á það og sagði … hvernig á ég að geta sigrað?“
En Phil vann á, bæði vegna þess að hann fór að spila betur og vegna meiðsla Tigers og persónulegra mála hans. Þeir haf 35 sinnum spilað saman og Tiger hefir verið á betra skori 16 sinnum en Phil 15 sinnum.
Í Rydernum 2004 þegar þeir voru paraðir saman töpuðu þeir báðir. Og það sem meira var þeir litu út eins og þeir væru svarnir óvinir. Báðir hafa þrætt fyrir það. En hvað um það samband þeirra virðist aldrei hafa verið betra.
Þeir komu mörkum á óvart þegar þeir spiluðu æfingahring saman fyrir Masters. Tigre sagði að goðsagnirnar báðar hafi orðið nánari í 2016 Rydernum og 2017 Forsetabikarnum þar sem hinn meiddi Tiger var varafyrirliði en Phil spilaði.
Tíminn hefir haft sitt að segja líka. Eftir 20 ár á túrnum hafa Tiger, 42 ára og Phil 47 ára þróað með sér gagnkvæma virðingu fyrir hvor öðrum og farið að skilja eftir því sem ferlar þeirra nálgast lokin að það sé meira í lífinu en golf.
Tiger hafði líka samband við Phil og hughreysti hann þegar eiginkona Phil, Amy barðist við brjóstakrabbamein. Og þegar Tiger barðist í endurhæfingu eftir meiðsli sín tékkaði Phil hvernig honum reiddi af.
„Hann (Phil) sendi mér alltaf hvetjandi orð í sms,“ sagði Tiger.
Tiger sagði að Phil hefði jafnvel boðist til að gefa Tiger ráð 2015 þegar Tiger átti í vandræðum með stutta spilið 2015, en Mickelson þykir einstakur snillingur í stutta spilinu.
Tiger og Phil léku síðast saman á PGA Championship 2014.
Á golfvellinum heygja golfgoðsagnirnar hins vegar blóðuga baráttu þar sem báðir eru ákveðnir að hafa betur.
„Mér finnst gaman að spila á móti honum hvort sem það er á 1. 2. eða síðasta keppnisdegi,“ sagði Tiger. „Það hefir alltaf verið gaman að spila á móti honum og hann er mikil keppnismaður. Það er alltaf krefjandi að reyna að sigra hann.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
