GK: Guðbjartur og Arnaldur taka við af Bjarna á Hvaleyrarvelli
Bjarni Þór Hannesson vallarstjóri Hvaleyrarvallar lét af störfum í lok apríl. Bjarni mun áfram veita Golfklúbbnum Keili faglega ráðgjöf.
Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Arnaldur Freyr Birgisson munu taka við sem vallarstjórar en þeir hafa unnið með Bjarna s.l. ár á Hvaleyrarvelli. Þetta kemur fram á heimasíðu Keilis.
Bjarni er einn reynslumesti gras- og golfvallasérfræðingur landsins, þrátt fyrir ungan aldur.
Skagamaðurinn er 37 ára gamall en þrátt fyrir þá staðreynd er hann með 22 ára reynslu í faginu. Bjarni byrjaði ungur að vinna á Garðavelli á Akranesi. Bjarni hefur bætt jafnt og þétt við þekkingu sína í faginu og hefur hann lokið M.Sc. gráðu í grasvallatæknifræði frá Cranfield háskóla á Englandi. Bjarni lauk fyrst námi í golfvallafræðum við Elmwood-háskólann í skoska bænum Cupar snemma á þessari öld og fór þaðan í framhaldsnám í Bandaríkjunum.
Mynd og texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
