Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2018 | 22:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í VP Bank Ladies Open, sem var mót vikunnar á LET Access.

Hún lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum  (71 72 76) og varð T-49 Frábært hjá Guðrúnu Brá að komast gegnum niðurskurð, en þetta er með fyrstu skiptum sem hún spilar á LET Access!!!

Spilað var í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Gams í Sviss.

Sigurvegari mótsins varð Noemi Jimenez frá Spáni, en hún lék á 12 undir pari, 204 höggum (69 69 66)

Sjá má lokastöðuna á VP Bank Ladies Open með því að SMELLA HÉR: