Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2018 | 23:59

PGA: Day sigraði á Wells Fargo

Það var ástralski kylfingurinn Jason Day sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour – Wells Fargo Championship.

Mótið fór að venju fram í Quail Hollow golfklúbbnum í Charlotte, Norður-Karólínu.

Sigurskor Day var 12 undir pari, 272 högg (69 67 67 69).

Í 2. sæti urðu Nick Watney og Aron Wise, 2 höggum á eftir þ.e. á samtals 10 undir pari, hvor og einn í 4. sæti varð Bryson DeChambeau á samtals 8 undir pari.

Þrír deildu síðan 5. sætinu: Bandaríkjamennirnir Phil Mickelson og Peter Uihlein og Englendingurinn Paul Casey, allir á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Wells Fargo SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Wells Fargo SMELLIÐ HÉR: