LPGA: Ólafía varð T-32 á Texas Classic
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk keppni á VOA LPGA Texas Classic mótinu T-32, þ.e. jöfn 13 öðrum í 32. sæti.
VOA LPGA Texas Classic mótið, fór fram 5.-6. maí 2018, en var stytt í 36 holu mót vegna veðurs.
Átta högga sveifla var milli hringja hjá Ólafíu Þórunni – Hún spilaði fyrri hring sinn á glæsilegum 5 undir pari, 66 höggum en seinni hring sinn á 3 yfir pari, 74 höggum og var því samtals á 2 undir pari.
Ólafía spilaði hringina hins vegar sleitulaust, þ.e. lauk við að spila næstum 2 hringi á einum degi öfugt við flesta aðra keppendur – átti aðeins eftir 1 holu óspilaði eftir fyrri daginn, sem hún lauk síðan við og paraði seinni keppnisdaginn.
Þetta hefur líklega valdið því að meira álag var á Ólafíu Þórunni en öðrum, sem fengu að hvíla milli hringja. Óréttlátt þegar haft er í huga að Ólafía Þórunn var í 3. sæti eftir 1. daginn!!!
Þetta var 9. LPGA mót Ólafíu Þórunnar og það 3. sem hún kemst í gegnum niðurskurð á, á þessu keppnistímabili.
Við það fer hún úr 120. sæti stigalistans upp í 102. sætið, en hún þarf að vera meðal efstu 100 til þess að halda spilarétti sínum á LPGA. Þetta lítur allt betur út núna – Áfram svona Ólafía!!! Glæsilegur kylfingur!!! Nú er bara að taka næsta mót!
Það var Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu, sem sigraði í Texas Classic mótinu, lék á samtals 11 undir pari (65 66).
Til þess að sjá lokastöðuna á VOA LPGA Texas Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
