Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 17:35

LPGA: Ólafía á -2 e. 10 holur!!!

Ólafía Þórunn  „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í styttu VOA LPGA Texas Classic móti, en vegna veðurs hefir mótið verið stytt í 36 holu mót.

Ólafía hefir spilað fyrstu 10 holur 1. hrings á glæsilegum 2 undir pari.

Ólafía byrjaði á 10. teig í dag og náði fugli á 15. holu. Þessu fylgdi hún eftir með erni á par-5 16. holunni – Stórglæsileg og um tíma á 3 undir pari!!!

En Adam var ekki lengi í Paradís, hún fékk 2 algerlega óþarfa skolla á 17. og 18. holunum (sem voru 8. og 9. holur hennar í dag!!!)

Ólafía var þó fljót að rétta úr kútnum og náði fugli strax á par-4 1. brautinni á keppnisvelli The Old American golfklúbbnum í The Colony, Texas.  Staðan er því sú núna eftir 10. holu spil að Ólafía er 2 undir pari  og T-15 þ.e. jöfn öðrum í 15. sæti- Hversu flott er þetta?

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu SMELLIÐ HÉR:

Aðalfréttagluggi: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir