Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 22:00

LET Access: Guðrún Brá á -1 e. 1. dag VP Bank Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tekur þátt í VP Bank Ladies Open, en mótið er mót vikunnar á LET Access mótaröðinni.

Spilað er í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Gams í Sviss.

Guðrún Brá átti glæsilegan hring upp á 1 undir pari, 71 högg, þar sem hún fékk 3 fugla og 2 skolla.

Guðrún Brá er í 36. sæti í mótinu sem stendur.

Til þess að sjá stöðuna á VP Bank Ladies Open SMELLIÐ HÉR