Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel og Birgir úr leik

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, eru úr leik á Challenge De España, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Það er því ljóst að hvorugur þeirra spilar um helgina.

Axel lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (75 76) og lauk keppni T-126 af 156 keppendum.

Birgir Leifur lék á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (75 79) og lauk keppni T-141.

Niðurskurður var miðaður við skor upp á samtals 3 yfir pari eða betra.

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: