Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 23:59

PGA: Peterson efstur á Wells Fargo – Hápunktar 1. dags

Það er John Peterson sem tekið hefir forystu á PGA Tour móti vikunnar, Wells Fargo.

Að venju fer mótið fram í Charlotte, N-Karólínu.

Peterson lék á 6 undir pari, 65 höggum.

Fimm kylfingar deila 2. sætinu, allir 2 höggum á eftir Peterson, á 67 höggum,  en það eru: Tyrrell Hatton frá Englandi og Bandríkjamennirnir Peter Malnati, Johnson Wagner, Keith Mitchell og Kyle Stanley.

Enn öðru höggi á eftir er hópur 10 kylfinga, sem spilaði á 68, en þeirra á meðal er Rory McIlory.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: