Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 20:00

LPGA: Ólafía hóf ekki keppni í Texas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf ekki leik í Volunteers of America LPGA Texas Classic mótinu vegna óveðurs.

Voru öll skor dagsins, þ.e. sú 1 klukkustund og 9 mínútur sem spilað var, strokuð út.

Mun keppni því hefjast föstudagsmorguninn (í Texas).

Ótrúlega mikill vindur var í Old American golfklúbbnum, í The Colony,  þar sem mótið fer fram í Texas og náðu sumar vindhviður 30 mílum á klukkustund þ.e. 48 km/klst.

Golfboltarnir meira en hreyfðust á flöt og fuku um stundum meira en 5 metra.

Aðstæður voru gríðarlega erfiðar og mun Ólafía því ekki hefja keppni, eins og segir, fyrr en föstudagsmorguninn í Texas.