Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel og Birgir á +3 1. dag

Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hófu í dag leik á Challenge de España, en það er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Báðir léku á 3 yfir pari, 75 höggum og eru jafnir í 97. sæti þ.e. T-97 ásamt 13 öðrum kylfingum.

Bæði Axel og Birgir voru með ansi skrautlegt skorkort; Axel fékk 6 fugla, 3 skolla og 3 tvöfalda skolla; Birgir var með 5 fugla, 4 skolla og 2 tvöfalda skolla.

Efstur eftir 1. dag er Cormac Sharvin frá Norður-Írlandi, en hann lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum, skilaði glæsilegu skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum.

Sjá má stöðuna í Challenge de España með því að SMELLA HÉR: