Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 11:30

203 kylfingar keppa í 3 mótum 1. maí 2018!

Það er kominn 1. maí og árið flýgur í burtu á eldingshraða – bara 8 mánuðir til jóla! …. og síðustu jól nýbúin, að því er virðist.

1. maí fagnar landsmönnum hér fyrir sunnan með sólskini og 3-4° hita og við þannig aðstæður munu langflestir hér sunnanlands spila í dag.

Það eru a.m.k. 203 (196 + 6 + 1 ) kylfingar, sem munu munda kylfuna í 3 mótum í dag:

196 eru skráðir til keppni í „1. maí mót GM og Ecco“ þar af 31 kvenkylfingur.

6 eru skráðir í 1. maí mót GBO þ.e. Golfklúbbs Bolungarvíkur, þar af enginn kvenkylfingur.

1 eru skráður í 1. maí mótið einsmanns Texas hjá GMS, þar af enginn kvenkylfingur.

Þetta er fækkun um 181 kylfing, sem skráður var í 1. maí mót í fyrra.  Hins vegar var veður svo slæmt 1. maí 2017 að einungis  68 kylfingar luku keppni þá.   Mestu munar einnig nú að hið hefðbundna, frábæra 1. maí mót hjá GHR hefir verið frestað til 5. maí n.k. – sem er e.t.v. gott því þá lendir GM og GHR mótunum ekki saman og kylfingar geta tekið þátt í báðum mótunum!!!

Í „1. maí mót GHR og Sláturfélags Suðurlands“ – 5. maí eru skráðir 124 kylfingar. Skráning stendur yfir og hægt að komast inn á síðu GHR til þess að skrá sig með því að SMELLA HÉR:   Hjá mörgum hefst golfvertíðin á Hellu og því um að gera að fjölmenna í mótið!!!

Í 1. maí golfmót í fyrra, 2017 var skráður 51 kvenkylfingur þannig að í ár er fækkun um 20 kvenkylfinga í mótum. Hins vegar ef aðeins er litið á 1. maí mót GM þá voru skráðir 27 kylfingar í mótið í fyrra þannig að í 1. maí mót GM er fjölgun um 4 kvenkylfinga í ár! Ef farið er aðeins lengra aftur í tímann þá voru árið 2016 haldin tvö 1. maí mót – þ.e. hjá GHR og GM og voru þátttakendur 276.  Þar af voru 23 kvenkylfingar eða 8% þátttakenda – þannig að ef litið er til 2016 er fjögun  kvenkylfinga í mótum 1. maí í ár, því þær eru 15% þátttakenda – og það jafnvel þó 1. maí mót GHR hafi verið frestað til 5. maí!!!

Hvar sem þið eruð; í kröfugöngu eða í golfi – eigið góðan 1. maí!!!

Mynd í aðalfréttaglugga: 4. braut Hlíðavallar Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Mynd: Golf 1