Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 11:45

Tiger með Nepalbúa í einkatíma

Frábær saga Pratimu Sherpa varð jafnvel enn betri í gær, þriðjudaginn 24. apríl 2018.

Sherpa, sem er verðandi atvinnukylfingur kom til Bandaríkjanna sl. helgi til þess að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndar, sem sýnir hvernig hún lærði að spila golf, þrátt fyrir fátækt fjölskyldu hennar í Kathmandu.

Saga hennar, sem sögð er í kvikmyndinni „A Mountain to Climb“ fangaði athygli Tiger Woods, sem bauð henni á golfnámskeið sem hann stóð fyrir í Medalist Golf Club í Júpíter, Flórída. Sjá má úr „A Mountain to Climb“ með því að SMELLA HÉR: 

Skv. ESPN gaf Tiger, Sherpa, 18 ára, 30 mínútna einkatíma áður en námskeiðið hófst.

Tiger frétti fyrst um metnað Sherpa að verða fyrsti kvenatvinnukylfingurinn frá Nepal í frétt Golf Digest.

Hún sagði að bréf sem hann hefði sent the Royal Nepal Golf Club, þar sem fjölskylda hennar býr í viðhaldsskúr við 3. holu væri það sem hvetti hana áfram til að spila vel.

Pratima Sherpa frá Nepal faðmar Tiger, sem er hvatning hennar í golfinu!

Á síðasta ári var Sherpa 4 sætum frá því að komast á LPGA mótaröðina, en hún spilar nú golf sem áhugamaður.

Það var sérstakt að hún var hérna einn dag á vegum stofnunar minnar,“ sagði Tiger í viðtali við ESPN. „Hún sýnir öllum hvað mikil vinna og trú á mann sjálfan getur komið til leiðar. Saga vegferðar hennar veitir innblástur. Við getum öll lært af því sem hún hefir gert.“