Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2018 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn sigraði á KCAC Conference Championship!!!

Birgir Björn Magnússon, GK  tók þátt í KCAC Conference Championship, sem fram fór á Buffalo Dunes golfvellinum í Garden City, Kansas, dagana 23.-24. apríl 2018 og lauk í gær.

Þátttakendur voru 43 frá 8 háskólum.

Birgir Björn, sem er busi í Bethany háskólanum í Kansas fékk að keppa sem einstaklingur á svæðismótinu… og gerði sér lítið fyrir og sigraði!!!

Sigurskorið var slétt par, 216 högg (71 72 73). Stórglæsilegt hjá Birgi Birni!!!

Þó Birgir Björn hafi ekki keppt með liði sínu, Bethany, í þetta sinn, sigraði Bethany engu að síður liðakeppnina!!!

 

Sjá má lokastöðuna á KCAC Conference Championship með því að SMELLA HÉR: