Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug og Drake luku keppni í 8. sæti

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar hennar í Drake tóku þátt í MVC Championship, dagana 15.-17. apríl sl.

Spilað var á Sand Creek Station golfvellinum, í Newton Kansas.

Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum.

Sigurlaug lék á samtals 231 höggi (78 74 79) og lauk keppni á næstbesta skori Drake og varð T-23 þ.e. ofarlega fyrir miðju.

Drake lauk keppni í 8. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á MVC Championship SMELLIÐ HÉR: 

Þetta er lokakeppni Drake á þessu keppnistímabili.