Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli við keppni í Ohio

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK hefja keppni í dag á Robert Kepler Intercollegiate.

Mótið stendur dagana 21.-22. apríl 2018.

Það fer fram á Scarlett golfvellinum í Columbus, Ohio og gestgjafar eru The Ohio State University.

Þátttakendur eru 84 frá 16 háskólum.

Fylgjast má með gengi þeirra Bjarka og Gísla með því að SMELLA HÉR: