Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 23:20

PGA: Kylfukast Garcia – Myndskeið

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia er þekktur skapmaður í golfi.

Mörgum þykir hann leiðinlegur vælukjói, sem hefur enga stjórn á skapi sínu þegar illa gengur.

Aðrir eru heillaðir af litrófi skaps hans – finnst leiðinlegt fólk sem bælir niður tilfinningar sínar og hrífst af eldheitum tilfinningakylfingum, sem Garcia svo sannarlega er.

Og þessi mánuður er líka búinn að vera Garcia greyinu erfiður.

Hér má sjá atvik þegar illa gekk hjá Garcia á 2. hring Valero Texas Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour – Garcia einfaldlega fleygði kylfu sinni út í buskann og það ekki í fyrsta sinn  – Hann náði ekki niðurskurði.

Til þess að sjá myndskeið af kylfukasti Garcia SMELLIÐ HÉR: