Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur nýliði ársins!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Eastern Kentucky University (EKU) var valin Ohio Valley Conference nýliði ársins, á samkomu í gær í The Shoals á Robert Trent Jones Golf Trail í Muscle Shoals, Alabama.

Ragnhildur var einnig valin í 6 manna All-OVC Newcomer Team, sem er lið samsett af bestu nýliðunum.

Ragnhildur er 2. kylfingurinn við Eastern Kentucky University til þess að vinna nýliðaverðlaunin.

Ragnhildur er með  77.79  högga meðaltal, sem er það 15. besta í OVC.

Ragnhildi hefir átt glæsilega byrjun í bandaríska háskólagolfinu; varð 10 sinnum meðal 10 efstu, þar af 3 sinnum meðal efstu 5.

Aðalmyndagluggi: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og EKU nýliði ársins á OVC. Mynd: EKU