Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2018 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Satoshi Kodaira?

Satoshi Kodaira (á japönsku: 小平 智) er fæddur 11. september 1989 og því 28 ára.

Kodaira spilar bæði á PGA mótaröðinni bandarísku og á japönsku golfmótaröðinni, Japan Golf Tour.

Meðan hann lék á japönsku mótaröðinni, sigraði Kodaira sex sinnum, þ.ám. tvívegis á japönskum risamótum; þ.e. Japan Golf Tour Championship Shishido Hills árið 2013 og Japan Open árið 2015. Kodaira á líka einn sigur í beltinu á Japan Challenge Tour á árinu 2012.

Fyrsti sigur Kodaira á PGA Tour kom nú um helgina á RBC Heritage, en þetta er bara í 15. skipti sem hann spilar á mótaröðinni. Hann 6 sex höggum á eftir forystumanni fyrir lokahringinn, en lék lokahringinn á glæsilegum 5 undir pari 66 höggum og sigraði á 12 undir pari líkt og Si Woo Kim, frá S-Kóreu og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Kodaira fékk fugl á 3. holu bráðabanans og sigraði því Si Woo Kim gat ekki jafnað við hann.

Með sigrinum á RBC Heritage fór Kodaira í 27. sæti heimslistans.

Besti árangur Kodaira í risamótunum fjórum er T-28 árangur á Masters nú í vor. Þar áður voru bestu árangrar hans T-46 á Opna bandaríska 2017 og T-48 á PGA Championship. Kodaira hefir ekki enn tekist að komast gegnum niðurskurð á Opna breska en hann tók þátt 2013 og 2016.