Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2018 | 23:59

LPGA: Ólafía Þórunn með á Hawaii

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, keppir næst á LOTTE Championship, sem fram fer á Ko Olina vellinum, í Oahu,  á Hawaii.

Mótið hefst á morgun 11. apríl og stendur til 14. apríl 2018 og er þetta í 7. sinn sem mótið er haldið á Ko Olina.

Spilaðir verða 4 hringir eða samtals 72 holur á 4 dögum.

Þetta er 6. mót Ólafía á LPGA mótaröðinni á 2018 keppnistímabilinu.

Hún hefir komist í gegnum niðurskurð 2 sinnum og besti árangur hennar á þessu keppnistímabili er 24. sætið.

Í fyrra þegar Ólafía Þórunn keppti á þessu móti komst hún ekki í gegnum niðurskurð en hún lék á samtals 7 yfir pari þá (76 75).