Hulda Clara Gestsdóttir, GKG á móti á Eimskipsmótaröðinni (nú mótaröð þeirra bestu) á Hamarsvelli í Borgarnesi. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 08:00

Hulda Clara varð í 5. sæti á Opna skoska og Andrea í 8. sæti!!

Dagana 4.-6. apríl kepptu þrír íslenskir kylfingar á Opna skoska áhugamannamótinu fyrir stúlkur og lauk keppni því í gær.

Keppt var á Monfieth vellinum í Skotlandi rétt við Dundee.

Allir keppendurnir voru úr GKG:: Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Andrea Bergsdóttir.

Heildarþátttakendur í mótinu voru 120 þar af voru 70 keppendur U16 þ.e. undir 16 ára aldri.

Hulda Clara náði þeim glæsilega árangri að landa 9. sætinu af heildarþátttakendum þ.e. vera í meðal topp-10 í öllu mótinu og ef aðeins eru taldir U16, sem er sá flokkur sem hún keppti í varð hún í 5. sæti!!!

Hún lék keppnishringina 3 á samtals 10 yfir pari, 229 höggum (84 72 73).

Andrea Bergsdóttir. Mynd: GSÍ

Andrea varð í 16. sæti af heildarþátttakendum og 8. sæti af U16, á 12 yfir pari, 231 höggi (80 74 77).

Eva María komst ekki í gegnum niðurskurð.

Hulda Clara og Eva María Gestsdætur. Mynd: GSÍ

Sjá má lokaúrslitin í  Opna skoska áhugamannamótinu fyrir stúlkur með því að SMELLA HÉR:

Aðalfréttagluggi: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1