Global Junior Golf: Ungu íslensku kylfingarnir 6 hafa lokið keppni á Spáni
Sex íslenskir kylfingar úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD) og Golfklúbbi Selfoss (GOS) tóku þátt á European Spring Junior mótinu, sem er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni.
Þetta voru þær: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og Arnór Snær Guðmundsson, GHD; Aron Emil Gunnarsson, GOS; Pétur Sigurdór Pálsson, GOS og Yngvi Marínó Gunnarsson, GOS.
Mótið fór fram dagana 3.-6. apríl 2018 og lauk því í gær.
Keppendur voru 58 í pilta- og 27 í stúlknaflokki.
Mótsstaður var La Serena Golf Resort í Murcia, á Spáni.
Best af íslensku keppendunum stóðu sig Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, sem náði 9. sætinu í stúlknaflokki og Aron Emil Gunnarsson, GOS, sem varð í 12. sæti í piltaflokki.
Bara það að taka þátt í svona sterku unglingamóti er gott upp á reynslubankann og má segja að íslensku keppendurnir hafi allir staðið sig með prýði!
Lokaskor og sætistala íslensku keppendanna var eftirfarandi:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, 19 yfir pari, (80 76 79) T-9.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, 26 yfir pari (83 75 84 ) T-14.
Aron Emil Gunnarsson, GOS, 14 yfir pari, (77 76 77) T-12.
Arnór Snær Guðmundsson, GHD, 18 yfir pari (73 78 83) T-20.
Pétur Sigurdór Pálsson, GOS, 42 yfir pari (86 85 87) 52. sæti.
Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS, 46 yfir pari (94 81 87) T-53.
Sigurvegarar í mótinu voru í piltaflokki Bob Geurts frá Hollandi með skor upp á 3 undir pari (70 69 74) og í stúlknaflokki heimakonan Valentína Albertazzi, frá Spáni, á samtals 5 yfir pari (73 71 77).
Sjá má lokastöðuna í European Spring Junior mótinu með því að SMELLA HÉR:
Aðalfréttagluggi: Keppendurnir 6 á Spáni. Mynd: Hlynur Geir Hjartarson.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
