Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Sam Horsfield (33/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Svolítið er síðan að kynntir voru þeir hér á Golf 1 sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var einn í 8. sætinu á samtals 18 undir pari, en það var Svíinn Kristoffer Broberg.
Sex „strákar“ deildu með sér 2. sætinu en það voru: Jacques Kruyswijk frá S-Afríku; Andrea Pavan, frá Ítalíu; Pontus Videgren, frá Svíþjóð; Anders Hansen og Jeff Winther,f rá Danmörku og Charlie Ford, Englandi, en þeir léku allir á samtals 19 undir pari, hver.
Allir hafa þegar verið kynntir að undanskildum sigurvegaranum Sam Horsfield frá Englandi og verður hann kynntur í dag, en þetta er jafnframt síðasta greinin í þessum greinaflokki.
Sam Horsfield fæddist 8. október 1996 og er því 21 árs.
Allt frá unga aldri hefir Horsfield vakið athygli fyrir frábæran golfleik og spáði m.a. Ian Poulter því að hann myndi ná langt.
Meðal afreka Horsfield í unglingagolfinu var að hann var með skor upp á 59 í Highlands Reserve golfklúbbnum í Orlando aðeins 13 ára.
Horsfield skaraði fram úr í bandaríska háskólagolfinu en hann spilaði með University of Florida, þar sem hann sigraði þrívegis þegar á fyrsta keppnistímabili sínu, 2015.
Horsfield hefir tvívegis tekið þátt í Opna bandaríska risamótinu (2015 og 2016) eftir að hafa komist í gengum úrtökumót í bæði skiptin.
Horsfield var í 2. sæti á Western Amateur 2016.
Sam gerðist atvinnumaður í golfi 2017, eftir að hafa áunnið sér keppnisréttindi sín á Evrópumótaröðinni eftir að hafa komið sér í gegnum öll 3 stig úrtökumótsins . Hann sigraði á lokaúrtökumótinu með glæsilegum lokahring upp á 63 högg og átti heil 8 högg á næsta mann.
Besti árangur Sam Horsfield á Evróputúrnum til þessa er 2. sætið á Tschwane Open.
Áhugamál Horsfield utan golfsins eru fótbolti og er hann áhangandi Manchester United og í bandaríska fótboltanum (ruðningsbolta) Florida Gators.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
