Rory segir Spieth að vara sig!
Rory McIlroy hefir sagt Jordan Spieth að vera á varðbergi og líta í baksýnis spegilinn, eftir að hafa náð besta hring sínum á Masters.
Rory er í blóðþyrsta varúlfagenginu sem eltir Spieth og reynir að ná upp forystunni, sem hann hefir. Ekki mest afslappandi staða að vera í, hvorki fyrir Rory og sérstaklega ekki Jordan Spieth!
Síðustu 12 sigurvegarar Masters hafa allir verið meðal topp-10 við lok 1. hrings og Rory „scramblaði“ vel þ.e bjargaði sér oft fyrir horn og heldur í við Spieth, með hring upp á 69, sem setur hann í T-4 stöðu ásamt 6 öðrum, á eftir Jordan sem er efstur og Tony Finau og Matt Kuchar sem deila 2. sætinu.
Þeir evrópsku kylfingar sem deila 4. sætinu með Rory eru Henrik Stenson og Rafa Cabrera Belllo.
„Jordan hefir átt ansi sterka endaspretti hér, en þetta er besta byrjunin mín (Rory) í nokkur ár og þetta er svo erfiður golfvöllur að elta einhvern uppi,“ sagði Rory.
„Ef maður er í einhverjum eltingaleik fer maður að gera mistök. En að vera þarna uppi og hafa getuna að halda sér þolinmóðum vegna stöðunnar sem ég er í, það er næs lúxus sem maður hefir nokkra næstu dagana. Það fær mann til að slaka á.“
„Ég er ekki hissa á Jordan. Hann elskar þennan golfvöll. Hann spilar vel hér, hann hefir alltaf gert það og það verður erfitt að vinna hann þessa vikuna,“ sagði Rory.
„En ég var að dræva vel, allt var virkilega sólíd og ef ég get hanldið að spila svona næstu þrjá dagana verð ég býsna nærri sigri.„
Jordan Spieth hefur reynsluna af því að vera í forystu. Hann hefur nú verið efstur í lok 9 hringja á Masters, sem er sami fjöldi og Tiger. Munurinn er að Tiger hefir spilað í 99 Masters hringi en í gær var bara 17. hringur Texasbúans (Spieth).
Jordan Spieth var með s.s. áður hefir komið fram hér á Golf1, 5 fugla í röð á seinni 9, þ.e. á 13.-17. holu Augusta í leið sinni að skori upp á 66 högg.
„Ég hugsa að það að byrja vel sé mikilvægt í hvaða móti sem er,“ sagði Spieth. „Það er ekki bara bundið við Masters.„
„Ef maður byrjar vel, er maður í stjórn á eigin örlögum öfugt við að þarfnast hjálpar.“
„En á þessu móti líður manni oft eins og það séu 6 hringir miðað við hvernig helgin spilast. Mér finnst eins og ég hafi bara klárað 1 hring af sex þannig að ég er ekkert að fara fram úr mér.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
