Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar hættur

Eyþór Hrafnar Ketilsson, Golfklúbbi Akureyrar (GA), lék með golfliði Faulkner háskóla.

Hann segist hættur í bandaríska háskólagolfinu, sem er miður því góðir íslenskir kylfingar hafa spilað í háskólagolfinu með Faulkner og er skemmst að minnast Hrafns Guðlaugssonar, GSE, sem var við nám í skólanum og spilaði með liði Faulkner.

Í stuttu viðtali við Golf1 sagði Eyþór Hrafnar að hann hefði tekið þá persónulegu ákvörðun að hætta hjá Faulkner og flytja heim.

Hann er nú undir handleiðslu Heiðars Davíðs þjálfara GA.

Eyþór Hrafnar sagðist jafnframt stefna á nám við HÍ eða HR næsta haust.

Aðalfréttagluggi: Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA. Mynd: Golf 1.