Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2018 | 12:00

Evróputúrinn: JT m/högg marsmánaðar

Það var arnarhögg Justin Thomas (JT) á heimsmótinu í Mexíkó sem var valið högg marsmánaðar á Evróputúrnum.

JT var 11 höggum á eftir forystumönnunum eftir 2 spilaða hringi en kom sér í sigurstöðu á laugardeginum með glæsispili upp á 62 högg.

Þegar hann kom að 18 . holunni á sunnudeginum var hann efstur og jafn í mótinu ásamt Phil Mickelson og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem JT laut lægra haldi.

Arnarhögg JT kom honum í bráðabanann og er eitt af ótrúlegustu höggum þessa tímabils á PGA Tour og ekki nema von að áhangendur Evróputúrsins hafi valið það högg mánaðarins.

 

Þeir sem eiga högg mánaðarins á Evróputúrnum það sem af er árs 2018 eru eftirfarandi kylfingar:

Janúar: Alex Levy
Febrúar: Eddie Pepperell
Mars: Justin Thomas

Sjá má högg marsmánaðar á Evróputúrnum með því að SMELLA HÉR: