Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2018 | 21:00

PGA: Ian Poulter sigraði á Houston Open

Það var Ian Poulter, sem sigraði á Houston Open og tryggði sér þar með þátttökurétt á Masters risamótinu, sem hefst í þessari viku.

Houston Open var síðasti sjéns Poulter til þess að tryggja sér farmiðann á Augusta og það leit á köflum út fyrir að hann myndi tapa fyrir nýliðanum á PGA Tour Beau Hossler frá Bandaríkjunum.

Enn það var gríðarlega fallegt pútt á 18. sem tryggði Poulter bráðabana við Hossler; en báðir voru eftir pútt Poulter efstir og jafnir á 19 undir pari.

 

Poulter vann með pari á 1. holu bráðabanans eftir að bolti Hossler lenti í vatnshindrun.

Síðasti sigur Poulter á PGA Tour kom fyrir tæpum 6 árum síðan á WGC-HSBC Champions, 4. nóvember 2012, en alls hefir Poulter nú sigrað 3 sinnum á PGA Tour. Fyrsti sigur hans á PGA Tour var sælla minningar í Accenture heimsmótinu í holukeppni þar sem Poulter vakti athygli fyrir ansi hreint skrautlegan klæðaburð.

Ian Poulter heimsmeistari í holukeppni í fræga bleika dressinu 21. febrúar 2010. 🙂

Sjá má lokastöðuna á Houston Open með því að SMELLA HÉR: