Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2018 | 18:00

Westy ekki með á Masters

Lee Westwood (Westy) mun ekki spila á Masters risamótinu 2018, sem hefst í næstu viku.

Vonir hans um sæti í Masters mótinu urðu að engu þegar hann komst ekki í gegnum 2. niðurskurð á Houston Open, en hann átti arfaslæman hring í dag upp á 4 yfir pari, 76 högg.

Westy hefir spilað 18 sinnum á Augusta National; varð m.a. í 2. sæti á eftir Phil Mickelson 2010 og í 2. sæti þegar landi hans Danny Willett bar sigur úr býtum.

Hann hefir spilað á Masters samfellt í 13 skipti allt frá árinu 2005 og verður hans því saknað þegar Masters hefst í næstu viku.

Ég myndi gjarnan vilja spila í Masters, en þetta er bara einn af þessum hlutum,“ sagði Westy. „Ég er dottinn út af topp-50 á heimslistanum og það er það. Þetta er eitt af því góða, maður verður að spila vel til þess að vera með

Ég veit ekki hvort ég muni spila hér (í Bandaríkjunum) það sem eftir er ársins,“ bætti Westy við „þetta gæti orðið eina spil mitt.“

Ég hef áður misst af Masters. Það var þegar sonur minn fæddist og ég var ekki með til að vera viðstaddur fæðinguna. Það er til meira í lífinu en golf.

Westy verður 45 ára, 24. apríl n.k.