Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og EKU í 1. sæti á Colonel Classic!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Colonel Classic mótinu, sem fram fór í Arlington – University Club at Arlington, í Kentucky.

Mótið stóð dagana 30.-31. mars og lauk í dag.

Þátttakendur voru 90 frá 14 háskólum, þannig að þetta var frekar stórt mót

Ragnhildur lauk keppni á 5 yfir pari, 149 höggum (76 73) og varð jöfn 3 öðrum keppendum í 5. sæti mótsins.

Lið Ragnhildar, EKU varð T-1 ásamt Xavier skólanum – Glæsilegur árangur þetta!!!!

Eva Karen Björnsdóttir, GR og ULM.

Í mótinu tók einnig þátt Eva Karen Björnsdóttir, GR, með liði sínu University of Louisiana at Monroe (ULM). Eva Karen lauk keppni T-59, sem er bæting um 8 sæti en hún var T-67 eftir 1. hring.

Eva Karen lék samtals á 16 yfir pari, 160 höggum (81 79).

Lið Evu Karenar, ULM varð í 11. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Colonel Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Ragnhildar og EKU verður 16. apríl n.k.

Næsta mót Evu Karenar og ULM verður 6. apríl n.k.