Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Særós Eva luku leik í Flórída

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG tóku þátt í Stetson Babs Steffens Hatter Collegiate Tounament, sem fram fór 24.-26. mars s.l. á DeBary Golf and Country Club í Deland í Flórída.

Þátttakendur voru 70 frá 12 háskólum.

Helga Kristín varð T-53 með skor upp á samtals 255 högg (88 88 79) og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni.

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG

Særós Eva varð í 68. sæti með skor upp á samtals 289 högg (99 95 95) og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University varð í 7. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í tetson Babs Steffens Hatter Collegiate Tounament með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Helgu Kristínar er Hartford Hawks Women’s Invitational, sem hefst 14. apríl n.k.

Næsta mót Særósar Evu er Harvard Invitational, sem hefst 7. apríl n.k.