Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2018 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota í 18. sæti eftir 2. dag á The Goodwin

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota taka þátt í The Goodwin, en mótið fer fram á TPC Harding Park í San Francisco, Kaliforníu.

Mótið stendur dagana 29.-31. mars 2018 og lýkur því á morgun.

Þetta er stórt mót, en þátttakendur eru 135 frá 26 háskólum.

Eftir 2. dag er Rúnar T-92 í einstaklingskeppninni; búinn að spila á samtals 7 yfir pari, 149 höggum (76 73).

Milli hringja hefir Rúnar bætt sig um 3 högg og er vonandi að framhald verði á.

Lið Rúnars, Minnesota er í 18. sæti í liðakeppninni eftir 2. dag.

Sjá má stöðuna á The Goodwin með því að SMELLA HÉR: