Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2018 | 22:00

LPGA: Ólafía úr leik á ANA Inspiration

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði í kvöld ekki niðurskurði á ANA Inspiration, fyrsta kvenrisamóti ársins af fimm.

Hún lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (72 78). Niðurskurðurinn miðaðist við 1 yfir pari og betra og hefði Ólafía því aðeins mátt vera á 1 yfir pari til að spila um helgina.

Á hringnum í kvöld fékk Ólafía aðeins 1 fugl,  en 3 skolla og 2 tvöfalda skolla.

Það slæma við að komast ekki í gegnum niðurskurð er að Ólafía er dottin út af topp-1oo á stigalistanum, er eftir mótið í 103. sæti.

Hún þarf að vera meðal efstu 100 ef hún ætlar að halda spilarétti sínum á LPGA…. en sem betur fer eru næg mót eftir.

Það gengur bara betur næst!!! 🙂

Til þess að sjá stöðuna á ANA Inspiration SMELLIÐ HÉR: