Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2018 | 20:00

Heimslistinn: Bubba kominn í 21. sætið

Bubba Watson, nýbakaður heimsmeistari í holukeppni fór upp um 18 sæti vegna sigurs síns í Dell Technology heimsmótinu í holukeppni, sem lauk nú um helgina.

Hann var í 39. sæti heimslistans en er nú kominn í 21. sæti.

Bubba hækkar sig ekki jafnmikið og þegar hann sigraði á Genesis Open fyrr á árinu en þá var hann fyrir mót í 117. sæti og fór upp í 40. sæti vegna sigursins eða um heil 77 sæti.

Eftir því sem ofar dregur á heimslistanum því hægar hækka kylfingarnir sig.

Sjá má stöðu 10 efstu kylfinga á heimslistanum hér fyrir neðan:

1 Dustin Johnson 9.88 stig

2 Justin Thomas 9.49 stig

3 Jon Rahm 8.19 stig

4 Jordan Spieth 7.88 stig

5 Justin Rose 7.64 stig

6 Hideki Matsuyama 6.77 stig

7 Rory McIlroy 6.46 stig

8 Rickie Fowler 6.16 stig

9 Sergio Garcia 5.67 stig

10 Brooks Koepka 5.66 stig

Flestir eða helmingur kylfinga í topp-10 eru frá Bandaríkjunum, 4 frá Evrópu og 1 frá Asíu.