Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni í 11. sæti í Georgia

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon tóku þátt í John Kirk/Panther Intercollegiate mótinu.

Mótið fór fram dagana 25.-27. mars og lauk því í dag.

Mótsstaður var Eagle’s Landing Country Club, í Stockbridge, Georgía, en völlurinn þar er par-72 og 6043 yarda (5525.7 metra).

Þátttakendur voru 89 frá 17 háskólum.

Gunnhildur lauk keppni T-46, þ.e. jöfn 2 öðrum keppendum í 46. sæti en heildarskor hennar var 21 yfir pari, 237 högg (74 81 82).

Elon varð í 11. sæti í liðkeppninni.

Í mótinu tók einnig þátt Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og golflið hennar Eastern Kentucky University (EKU) en hún varð að draga sig úr mótinu vegna meiðsla. Næsta mót EKU er 30. mars í Kentucky.

Sjá má lokastöðuna á John Kirk/Panther Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Gunnhildar og Elon er Mimosa Hills Intercollegiate, sem fram fer í Morganton, Norður-Karólínu nú um páskana.

Í aðalfréttaglugga: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK.  Mynd: Í einkaeigu