Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía lauk keppni á Kia Classic T-76

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk keppni á  Kia Classic mótinu, sem fram fór í Carlsbad, Kaliforníu.

Fyrir lokahringinn var Ólafía Þórunn T-35, eftir frábæran hring upp á 4 undir pari, 68 höggum!!!

Hún átti hins vegar ekki draumalokahringinn, lauk keppni með 10 högga sveiflu á 6 yfir pari, 78 höggum og féll þar með niður skortöfluna um 41 sæti.

Samtals lék Ólafía Þórunn því á 2 yfir pari, 290 höggum (73 71 68 78).

Fyrir frammistöðu sína í mótinu hlaut Ólafía Þórunn tékka upp á $3,215.00.

Til þess að sjá lokastöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR:

Í mótinu sigraði Eun-Hee Ji á samtals 16 undir pari, 272 höggum (70 68 67 67).

Næsta mót Ólafíu Þórunnar er