Eva Karen Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen og ULM í 12. sæti e. 2. dag á Tiger Golf Classic

Eva Karen Björnsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu University of Louisiana at Monroe (ULM) taka þátt í LSU Tiger Golf Classic mótinu.

Mótið fer fram í Baton Rouge, Louisiana, dagana 23.-25. mars og lýkur í dag.

Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum.

Eftir 2 spilaða hringi er Eva Karen á næstbesta skori háskólaliðs síns, á 22 yfir pari, 166 höggum (87 79)  og T-61.

Lið Evu Karenar, ULM, er í 12. sæti liðakeppninnar.

Til þess að sjá stöðuna á LSU Tiger Golf Classic SMELLIÐ HÉR: 

Aðalfréttagluggi: Eva Karen Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1