Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 05:00

LPGA: Ólafía á +1 e. 1. dag á Kia

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í Kia Classic mótinu í Carlsbad, Kaliforníu, en mótið er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Hún lék í kvöld á 1 yfir pari, 73 höggum á golfvelli Aviara golfklúbbsins, þar sem mótið fer fram.

Sjá má völlinn sem Ólafía er að glíma við með því að SMELLA HÉR:   en völlurinn er sá eini, sem vinur Ólafíu, Arnold Palmer heitinn hannaði við Kaliforníustrendur. Smellið á „Course Tour“ og veljið síðan þá holu á Aviara sem þið viljið skoða.

Á hringnum fékk Ólafía 1 glæsiörn (á par-5 8. holuna); 3 fugla (á par-4 9. holuna, par-4 15. holuna og par-5 17. holuna); 4 skolla (á par 4 1. og 2. holurnar; par-5 10. holuna og par-4 13. holuna) og einn tvöfaldan skolla á par-3 11. holuna.

Efstar eftir 1. dag eru þær stöllur Caroline Hedwall,  Hee Young Park og Jackie Stoelting; allar á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Stoelting með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Kia Classic með því að SMELLA HÉR: