stjori | mars. 19. 2018 | 09:00

PGA: Rory sigraði á Bay Hill – Hápunktar

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational, sem venju skv. fór fram á Bay Hill í Flórída.

Rory lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (69 70 67 64).

Hann átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti, Bryson DeChambeau.

Í 3. sæti varð Justin Rose á samtals 14 undir pari og í 4. sæti varð síðan Henrik Stenson á samtals 13 undir pari, en hann var í forystu fyrir lokahringinn.

Tiger Woods lauk keppni T-5 á samtals 10 undir pari.  Allt að koma hjá Tiger og örugglega skammt í að við sjáum hann í sigursæti!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: