Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany í 2. sæti e. 1. dag á Hilton Head

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany hófu keppni í dag á Wofford Low Country Intercollegiate Golf Championship  í Moss Creek golfklúbbnum,  á  Hilton Head Island, í Suður-Karólínu.

Eftir 1. dag er lið Albany í 2. sæti af 14 háskólaliðum, sem þátt taka í mótinu.

Helga Kristín er T-21, þ.e. deilir 21. sætinu með 6 öðrum keppendum af 76 alls.

Í dag fékk hún 2 fugla 6 skolla og 1 skramba.

Sjá má stöðuna á Wofford Low Country mótinu með því að SMELLA HÉR: