Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur sigraði!

Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR sem spilar með Eastern Kentucky University (EKU) sigraði í fyrsta sinn í bandaríska háskólagolfinu og það á ekki lakari velli en Pinehurst nr. 8!!!!  Stórglæsileg!!!

Það er ekki mörgum íslenskum kylfingum, sem tekist hefir að sigra í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu!!!

Ragnhildur var í forystu alla 3 mótsdagana, 14.-16. mars 2018.

Ragnhildur lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (73 82 75) og átti 3 högg á liðsfélaga sinn úr EKU, Elsu Moberly sem varð í 2. sæti.  Það þarf víst varla að nefna það, að lið þeirra Ragnhildar og Elsu, EKU, varð í 1. sæti í liðakeppninni af 8 sem þátt tóku.

Í mótinu tóku einnig þátt þær Eva Karen Björnsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, University of Louisiana at Monroe og Særós Eva Óskarsdóttir og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University.

Eva Karen lauk keppi T-19 á 33 yfir pari, 249 höggum (87 79 83). Lið ULM varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Særós Eva varð í 38. sæti á 62 yfir pari, 278 höggum (94 97 87). Lið Boston University varð í 4. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Pinehurst Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Ragnhildur og EKU keppa næst í Georgia 25.-27. mars n.k.

Eva Karen og ULM keppa næst í Louisiana 23.-25. mars n.k.

Særós Eva og Boston University keppa næst í Flórída 24.-26. mars n.k.