Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2018 | 14:00

Ernie Els og Tiger fyrirliðar í Forsetabikarnum

Á blaðamannafundi í fyrradag, 13. mars 2018 var tilkynnt að Tiger Woods og Ernie Els verði fyrirliðar í Forsetabikarnum 2019.

Forsetabikarinn það ár fer fram á Royal Melbourne golfvellinum í Australíu.

Það verður í 13. skipti sem lið Bandaríkjanna keppir við Alþjóðaliðið.

Framkvæmdastjóri PGA Tour, Jay Monahan, rifjaði upp við þetta tilefni Forsetabikarinn 2003 þ.e. fyrir 15 árum.

Staðan var jöfn 17-17, jafnvel eftir að liðin reyndu að gera út um keppnina í epískum 3 holu bráðabana milli Tiger og Ernie.

Ég velti enn fyrir mér hvernig þeim leið,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Þetta var eitt af bestu andartökum í þessari íþrótt (golfinu).“