Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2018 | 10:00

Sergio Garcia nefnir dóttur sína eftir holu á Augusta National

Fallega Azalea Adele Garcia fæddist  14. mars 2018 kl. 1:54am,“ tvítaði Sergio Garcia, eftir fæðingu frumburðar síns og eiginkonu sinnar Angelu Akins.

Það er sem sagt þegar búið að gefa dótturinni nafn og hún er nefnd eftir par-5 13. holunni á Augusta National (einni holunni í Amen Corner).

Það var þar sem Garcia setti niður 7 feta pútt á lokahring Masters 2017, eftir að hafa lent út í runnum og hafa þurft að taka á sig víti.

Sergio bíður það verkefni að verja titil sinn í næsta mánuði.

Á umræddum stað þ.e. Azalea brautinni var Sergio 2 höggum á eftir Justin Rose og mistök þarna myndu að öllum líkindum hafa fært Rose sigurinn.

Garcia knúði fram bráðabana þar sem hann sigraði Rose þegar á 1. holu og lauk þar með 2 áratuga ströggli og bið eftir fyrsta risatitlinum.

Ég er svo stoltur og hrifinn af eiginkonu minni  @TheAngelaAkins þ.e. hvernig hún höndlaði meðgönguna og fæðinguna!“ bætti hinn nýbakaði faðir, Sergio Garcia við.

Þess mætti geta fyrir þá sem ekki vita það að azalea er latneska heiti blómsins alparós og 13. brautin oft nefnd Alparósarbrautin á okkar ástkæra, ilhýra.