Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2018 | 07:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni í Arizona kl. 16:01 í kvöld! Fylgist með HÉR

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik kl. 16:01 að íslenskum tíma í dag, fimmtudaginn 15. mars 2018 á Bank of Hope Founders Cup mótinu.

Mótið fer fram í  Wildfire Golf Club at JW Marriott Phoenix Desert Ridge Resort & Spa í Phoenix, Arizona, Bandaríkjunum.

Ólafía Þórunn verður með Daniela Darquea og Lauren Coughlin í ráshóp fyrstu tvo hringina á mótinu.

Sjá má eldri kynningar Golf 1 á ráshópsfélögum Ólafíu Þórunn með því að smella á DANIELA DARQUEA eða  LAUREN COUGHLIN

Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu á Bank of Hope Founders Cup, sem hefst í kvöld með því að SMELLA HÉR:

Alls verða leiknar 72 holur og er niðurskurður að loknum öðrum keppnisdegi. Ólafía keppti á þessu móti í fyrra og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Mótið er þriðja mótið á tímabilinu á LPGA mótaröðinni hjá Ólafíu. Hún endaði í 26. sæti á fyrsta mótinu á Bahamas og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti sem fram fór í Ástralíu.

Mótið í Phoenix, sem hefst í dag er fyrsta mótið af alls þremur sem Ólafía keppir á í þessum mánuði.

Ólafía keppir á Kia Classic mótinu sem fram fer í Carlsbad 22.-25. mars, en þar keppti hún einnig í fyrra og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Í lok mars keppir Ólafía á ANA Inspiration í Kaliforníu en það er jafnframt fyrsta risamótið af alls fimm á þessu tímabili.

Dagskrá Ólafíu Þórunnar næstu tvær vikurnar fram til 1. apríl 2018 lítur því svona út:

Mars 15-18 Bank of Hope Founders Cup Phoenix, AZ
Mars 22-25 Kia Classic (Aviara) Carlsbad, CA
Mars 29-Apr 1 ANA Inspiration Rancho Mirage, CA *Major