Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2018 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar hóf keppni í Texas í dag

Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Louisiana Lafayette hófu keppni í dag á Border Olympics mótinu í Laredo, Texas.

Keppendur í mótinu eru 97 frá 17 háskólum.

Eftir 1. dag eru Björn Óskar og félagar í neðsta sætinu því 17. í liðakeppninni.

Björn Óskar átti ekki draumabyrjun, er í einu neðsta sætinu í einstaklingskeppninni, 94. sætinu, á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (78 78).

Sjá má stöðuna á Border Olympics mótinu með því að SMELLA HÉR: